Qu'ils mangent de la brioche

Ég er farin að halda að við Íslendingar búum við sama siðgæði og sömu innræktun og lítið mafíósaþorp.  Firringin er ótrúleg.  Í fyrsta lagi er Hæstiréttur búinn að leggja blessun sína yfir að stolin gögn séu brúkleg og til góðra hluta líkleg ef það er í þágu almennrar umræðu.  Ég sé rakin tækifæri hér til að leggjast á tölvur og póst góðborgaranna því það gæti verið í þágu almennrar umræðu.

Svo er ráðherrum hótað lífláti og eftir á að hyggja voru þeir bara ekkert svo mikið að meina það "Sorrí maður!  Við meintum Álgerði" ???  Er ekki í lagi heima hjá þessu fólki? 

Stundum hefur maður á tilfinningunni að íslenski veruleikinn sé að skreppa saman hægt og rólega og að herðast utan um hálsinn á manni.  Stéttskipting hefur svosem alltaf verið til á Íslandi þótt hún hafi ekki verið opinber en núna, með ofurríka fólkinu, þá eru hlutirnir komnir í annað og stærra veldi.  Og allir gleyma því að flestir þeir sem þjóta um á einkaþotum og Bentleyum eru að bruna um á hagnaðinum af Þorra Almennings, nokkuð sem gerist af því við erum á eyju og auðvelt að stýra hvar við verslum og við hvern.  Og bankarnir eiga þegnana með húð og hári.  En kannski er barasta spennandi að vera búin að fá alvöru íslenskan Aðal.  Við hjónin vorum að spá í því hvort það þyrfti að huga að búferlaflutningum þegar þetta verður endanlega Baugsland, til dæmis til Frans, en komust að þeirri niðurstöðu að betra væri að flytja inn franskt hugvit.  Nei, ég er ekki að hóta neinum!  Bara djók.  Sorrí maður!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband