Kalt!

Ég veit ekki hvort á að kalla þetta vor, haust eða vetrarveður, því sumar er þetta svo sannarlega ekki.  Er meira að segja að elda matinn sem maður hefur þegar er kalt úti, nautakjötspottrétt og kartöflustöppu.  Hulda komin með kvef og hnerra og kisi fer ekki út í kuldann.  Ég held að það séu rúmar þrjár vikur í sumarfríið mitt og hvað í ÓSKÖPUNUM á þetta að þýða?

 Svo hélt ég að nú myndi kosningaruglinu linna en þá tekur við allrahanda þvarg og tuð hjá öllum þeim sem eru ósáttir við niðurstöður kosninganna.  Vaknaði í morgun við að Ömmi var að skammast í útvarpinu um að stjórnarflokkarnir hafi verið að gera einhverja díla um hagsmunamál sín.  Skil reyndar ekki hvað Vinstri Grænir eru að skammast.  Þeim bauðst að tala við Sjálfgræðismennina um setu í borgarstjórn en hvað gera þau?  Ómögulega takk.  Var það þetta sem kjósendurnir pöntuðu?  "Nei, elskan mín!  Ef þú hefur einhvern séns á að hafa nokkur áhrif, fyrir alla muni, afþakkaðu!"   Og þetta er, liggur við, vantrú á að nokkuð sé hægt að gera nema meirihlutinn heiti "Vinstri".  Halda þau að fólk hafi verið að kjósa þau af því þau fari svo vel við Samfylkinguna?  Þá ætti þetta barasta að vera sami flokkurinn.  Búin...búin að ausa úr skálum pirrings míns.

Nei annars.  Steingrímur Joð heldur því fram að vegna slaklegrar útkomu Frammarana þá sé ríkisstjórnin fallin?  Þekkir maðurinn ekki mun á sveitarstjórnarkosningum og þingkosningum?  Þó mér finnist Framsókn vera eins og þaulsætinn fótsveppur og aðlaðandi eftir því þá mega greyin nú fá að klára kjörtímabilið mín vegna.  Það er í það minnsta plentí af flór sem þarf að moka eftir Ex-Béingana.  Mér finnst ákjósanlegt að þau sjái um það sjálf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband