Valgerður á afmæli í dagi! Hún hélt feikna veislu með fullt af stelpum í gærkvöldi og við hin skruppum í Hafnarfjörð á meðan og borðuðum Búlluborgara. Svo gistu tvær vinkonur nóttina hjá henni og ég tróð þær svo út af amerískum pönnukökum í hádeginu. Reyndar skulum við kalla þær kanadískar pönnukökur þar sem hlynsíróp var notað með þeim. Valgerður og Ýr voru feiknaduglegar að baka fyrir veisluna og gerðu meðal annars sérskreytta hunangstertu að hætti Nigellu subbukokks. Fín kaka en skal neytt í hómópatískum skömmtum því hún er gríðarlega sæt.
Við vorum hins vegar geysilega dugleg í vikunni og máluðum herbergið hennar í retrógrænum lit og afrekuðum það á minna en tólf tímum þrátt fyrir aðrar annir. Enda er gamla settið doldið lúið núna.
En í kvöld verður eldaður huggulegur matur fyrir ungu konuna, gefnir pakkar og glápt á vídjó.
Annars, má búast við því að undirrituð trekki aftur í gang í bloggheimum, það hefur bara verið svo fruntalega mikið að gera. En heimur batnandi fer, skatturinn bráðum búinn og bara þrír fundir/læknisheimsóknir eftir í þessum mánuði. Mikið ætla ég að hafa það næs um páskana!
Flokkur: Bloggar | 17.3.2007 | 17:56 (breytt kl. 17:57) | Facebook
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Apríl 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 22469
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Ýmislegt áhugavert
- Auður AkureyrarAuður
- Birta og Helgi Danmerkurgengið
- Guðrún Björk Garún, Garún
- Hulda Katrín Eldri krullhausinn
- Valgerður Dóttirin
- Guðrún Mary Seltjarnarnesdaman
- Björninn Bjössi bekkjarbróðir
- Hörður Myndasmiður Myndirnar hans Harðar
- Vinnan Mitt daglega starf
- Drawn Krotarablogg
- Cartoon Brew Hreyfimyndablogg
- Autism Diva Donna Williams
- IllustrationMundo Krotarar alheimsins
Athugasemdir
Mamma heitir Valgerður og á afmæli í dag
Júlíus Garðar Júlíusson, 17.3.2007 kl. 18:03
Enda góður dagur fyrir Valgerðar að eiga afmæli á. Til hamingju með mömmu þína!
Þórdís Guðmundsdóttir, 17.3.2007 kl. 18:10
Til hamingju með litlu frænkuna mína..... megið þið eiga frábæra páska og slaka fullt á þar sem þið eruð búin að vera á yfirsnúningi svona lengi.
Bestu kveðjur úr köben
Kristín
Kristín, Siggi, Birta og Helgi Hrafn (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 12:04
Til hamingju með litlu snúlluna. Valgerði var sárt saknað í bústað en hún kemur bara með okkur seinna:)
Kveðja,
Guðrún Björk
Garún (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 19:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.