Hjal, hjal, hjal!

Nú er forkeppninni lokið og Silvía Nótt ekki komin áfram.  Gott og blessað... þá er það búið!  Skildi nú ekki afhverju áhorfendur voru að púa á Litháaræflana þegar þeir komust áfram.  Eru grikkirnir svona miklir dónar?  En því ber að fagna að hollensku klofbumburnar komust ekki áfram, sveiattan hvað þetta var ömurlegt. 

En, það er örugglega hægt að horfa á þetta með öðru á laugardaginn á milli þess sem útskrift Helgu systur verður fagnað.  Bendi á fyrir fólk utan fjölskyldunnar að hægt er að sjá fína mynd af henni niður á Lækjartorgi frá árinu 1974 þar sem hún er að labba niður Skólavörðustíginn með barnavagn.  Þetta er veturinn sem ég var hjá henni og hef líklega verið í skólanum á þessum tíma.  Annars fórum við og kíktum á þetta síðasta sunnudag og fórum í leiðinni framhjá þar sem Zimsen húsið stóð.  Nú er þarna bara hola.  Nostalgían náði smá tökum á mér þarna og á leiðinni heim í bílnum volaði undirrituð doldið með sjálfri sér.  Þarna var fjarlægður smá partur af barnæskunni.  

En til að taka upp léttara hjal... hjal, hjal, hjal!  Hulda Ólafía var með meiningar þegar ég sótti hana í dag, ég var ekki með kerru svo við löbbuðum heim.  Hún fékk dálítið að ráða hraðanum og vildi til að mynda sitja á öllum bekkjum á leiðinni.  Svo bauð ég henni að koma heim og fá ís, en nei, mín hristi bara hausinn og sagði nei.  Og svo til að árétta þetta kom alveg nýtt frá henni "Vil ekki, vil ekki, vil ekki heima!"  Það tókst þó að lokum að lóðsa litla dýrið heim og eftir smá stopp í sandkassanum fékkst hún til að koma inn og fá hinn rómaða ís.

Kisi er farin að skreppa út við og við en heldur sig nálægt húsinu.  Honum finnst best að vera á bakvið hús þar sem er rólegt frekar en að vera fyrir framan þar sem börn og bílar ráða ríkjum.  Ég ákvað að það væri betra að hann færi út með opinberu leyfi, frekar en að vera að laumast niður af svölunum.  Hann í það minnsta ratar heim og kann greinilega bærilega við okkur hér.  Ég vigtaði hann í morgun og hann er ennþá 7,6 kg.  Á kattamatspakka sem við eigum er talað um að meðalkötturinn sé um 4 kg. á þyngd.  Þetta er semsagt næstum því tvöfaldur köttur.  Mér finnst samt bumban hafa minnkað á honum og ekki tek ég eftir því að hann sé beinlínis feitur, bara stór, stór.  Kannski er þetta míníatúr gaupa?  Eða lítið tígrisdýr eins og Guðrún Björk kallar hann.

BM Vallá sendi bækling í dag, ég sé fram á ljúfa og rómantíska kvöldstund að skoða hellulagnir.  Það þarf lítið til að gleðja litlar sálir, ekki satt? 

Ég gæti virkilega brúkað sumarfrí núna, kæru bræður og systur í frysti....

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband