Í dag hefði hún móðir mín orðið 75 ára. Ég er ekki svo viss um að henni hefði líkað þau tímamót sérstaklega þar sem hún lýsti því margoft yfir að hún ætlaði ekki að verða gamalmenni. Og hún stóð við það. En ég er hins vegar loksins að verða fær um að tjá mig um málið, næstum því fimm árum eftir að hún stóð við fyrrnefnt heit sitt.
Og mig langar til að segja að skratti var magnað að þekkja hana. Þótt við höfum stundum getað verið erfiðar hvor annarri (sem reyndar var mikið bundið við unglingsár undirritaðrar!). En það sem aðrir sáu ekki svo mikið voru allar kvöldstundirnar sem mamma nennti að tala við mig og tjónka við bullið í unglingnum. Laugardagsmorgnarnir þar sem við lásum blöðin saman og sátum og hlustuðum á alls kyns tónlist. Mamma spilaði allra handa tónlist fyrir mig, og ég gat stundum kynnt eitthvað til sögunnar í staðinn. Ég bý enn að þessu í dag og geri fjölskyldu minni vafalaust lífið leitt þegar ég læt þau hlusta á assorteraðar aríur, prelúdíur, dúetta, sinfóníur og fleira.
Einnig var sérdeilis fróðlegt að hlusta og spjalla við hana um landsins gagn og nauðsynjar. Hún hafði lag á því að sjá hlutina á sinn hátt og gat greint þá á skýran hátt þótt hún gerði það með sínum hætti og væntanlega litað af eigin sýn (eins og við gerum vafalaust öll, en við teljum okkur alltaf vera "hlutlaus og óháð").
Og mér finnst oft kúnstugt að horfa á dóttur mína, nöfnu mömmu, og sjá hvernig hún uppfærir sig í heiminum og gerir hlutina "á eigin forsendum" eins og mamma gerði yfirleitt.
Hugmyndin með þessum pistli var ekki sú að vera soppy og vemmileg enda hefði móðir mín haft athugasemdir við svoleiðis eymingjahátt. En fjandi var gaman að þekkja hana og miðað við hvað mig dreymir hana oft og verð vör við hana þá er hún ekki búin að yfirgefa samkvæmið alveg. Gerir það kannski "á eigin forsendum" eins og alltaf.
P.S. Þeir sem vilja vita hvað ég er að spauga með það sem er innan gæsalappa (á eigin forsendum) láta vita, ég mun útskýra það ef þörf er á. Smá local húmor, þið vitið.
Flokkur: Bloggar | 13.2.2007 | 23:45 (breytt kl. 23:48) | Facebook
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Ýmislegt áhugavert
- Auður AkureyrarAuður
- Birta og Helgi Danmerkurgengið
- Guðrún Björk Garún, Garún
- Hulda Katrín Eldri krullhausinn
- Valgerður Dóttirin
- Guðrún Mary Seltjarnarnesdaman
- Björninn Bjössi bekkjarbróðir
- Hörður Myndasmiður Myndirnar hans Harðar
- Vinnan Mitt daglega starf
- Drawn Krotarablogg
- Cartoon Brew Hreyfimyndablogg
- Autism Diva Donna Williams
- IllustrationMundo Krotarar alheimsins
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.