Afmælisbarn!

Hulda Ólafía er fjögurra ára í dag! Wizard

Er reyndar núna að frílista sig með Helgu og Stefáni og fór í bíó að sjá Artúr og Mínimóana í hádeginu ásamt Stefáni og Stefaníu.  Við Valgerður höfum verkefnið að þrífa hér heima á meðan og skreppa og kaupa efni í kökur.  Kvöldmaturinn verður eitthvað sem ungfrúnni líkar, pylsur, pasta eða álíka matur og það gæti verið sniðugt að bjóða upp á Creme Bruleé í eftirrétt þar sem Hulda hefur mikið dálæti á Dr. Oetker pakkanum sem inniheldur téðan eftirrétt og hampar honum mikið þegar henni finnst tími til kominn að borða.

Svo smá atriði frá því í gærkvöldi:

Siggi: Tók nefið! (Þykist taka nefið hennar Huldu)

Hulda (kankvís á svipinn): Neiiiiii!  Ég er með það.  Sjáðu!  Hérna! (Bendir á nefið á sér)

Haldið þið að mamman hafi bara ekki næstum því farið að skæla af gleði!  Litlir sigrar en svo sætir!

Fæ að stela þessari fínu mynd af henni Huldu sem Gunni tók í fyrra.

Hulda Ólafía


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við sendum lítilli hefðarmær okkar bestu afmæliskveðjur og óskum henni góðrar skemmtunar í dag og í kvöld. Knús og kossar frá norðanfjölskyldunni.

Auður frænka og Helgi (IP-tala skráð) 10.2.2007 kl. 17:28

2 identicon

Innilegar hamingjuóskir með litlu snótina. Hlakka til að koma á eftir og sjá stúlkuna sem elskar pakka:) Það verður að ég held erfitt að toppa uppáhaldsgjöfina hennar í fyrra sem var Sollu stirðu búningurinn:)

Kveðja,

Guðrún Björk

garún (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband