Jólapælingar

Okkur að óvörum varð dagurinn í gær hinn jólalegasti þrátt fyrir að menn hafi ekki verið beint stemmdir þannig til að byrja með.

Við skruppum til Lilju og Braga í jóla "brunch", mættum að vísu seint því kallurinn var svo upptekinn í vinnunni.  Það var fín heimsókn og Hulda var nú á því að við ættum ekkert að fara því það var svo mikið af skemmtilegu dóti þarna.

Þegar heim var komið ákvað ég að bjarga verðmætum frá glötun en sú aðgerð fólst í því að rúlla tveimur jólamyndum sem teknar voru upp á VHS fyrir 11 árum, inn á harða diskinn á DVD græjunni.  Það er skemmst frá því að segja að við Valgerður vorum límdar yfir sjónvarpinu í nokkra tíma.  Fyrst horfðum við á "It's a wonderful life" og svo á "Muppet Christmas Carol".  Á meðan kom stormur, snjófjúk og reyndar seinna meir, rigning úti og þetta var bara alveg æðislegt.Eftir matinn límdi familían sig aftur í sófana og við borðuðum eplaböku og horfðum á Elf.  Fínt kvöld.

Þess ber að geta að önnur störf fóru líka fram á heimilinu þrátt fyrir sjónvarpsgláp þótt hreingerningastormurinn hafi fengið að bíða aðeins.

En að öðrum málum, þó tengdum.  Ég barasta næ ekki þessu svarta jólaskrauti sem er vaðandi uppi um allt núna.  Finnst það kuldalegt og ekki baun jólalegt.  Og þeir sem mig þekkja, vita að ég og svarti liturinn höfum átt mikla og góða samleið í gegnum árin.  Man reyndar eftir því að ég bjó til aðventukrans með svörtum og dumbrauðum borðum svona í byrjun sambúðar þegar gotharinn var meira ráðandi í mér.  Mömmu þótti þetta nú síðasta sort en ég held samt að kransinn hafi verið ögn jólalegri en svarta dótið sem er núna í gangi.  Kannski var ég barasta 17 árum á undan minni samtíð?  Svo finnst mér líka merkilegt að sjá jólaskraut úr burstuðu áli og stáli, svona minimalískt.  Mér finnst bara svona "smekkleg" og "stílhrein" jól vera þverstæða.  Það var eiginlega útséð með það um leið og vitringarnir mættu með sínar jólagjafir á svæðið, gull, reykelsi og myrru.  Ekki beint minimalískt, eða hvað?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband